23/12/2024

Aðalfundur Félags Árneshreppsbúa 2009

Aðalfundur Félags Árneshreppsbúa í Reykjavík verður haldin sunnudaginn 1. nóvember 2009 og hefst klukkan 14:00. Fundurinn er haldinn í Bræðraminni, Kiwanishúsinu Engjateigi 11.
Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf og önnur mál, en einnig kemur Ingibjörg Valgeirsdóttir, frá Árnesi, á fundinn og segir frá uppbyggingu á ferðaþjónustu og fyrirtæki sínu í Árneshreppi.
Að venju verða sýndar myndir.
Að loknum aðalfundi verða kaffiveitingar og er verð aðeins 1500 krónur.