23/04/2024

Aðal- og varamenn í Hólmavíkur- og Broddaneshrepp

Nú þegar niðurstöður kosninganna liggja fyrir í sameinuðum Hólmavíkur- og Broddaneshreppum er rétt að birta hér lista yfir aðal- og varamenn í hreppsnefndinni eins og í öðrum sveitarfélögum á Ströndum. 370 voru á kjörskrá í hreppnum og greiddu 297 atkvæði eftir því sem næst verður komist og miðað er við tölur sem kjörnefnd gaf upp eftir fyrstu talningu. Það gerir 80% kjörsókn. Í hreppsnefnd eru eftirtaldir hreppsnefndarmenn:
1. Rúna Stína Ásgrímsdóttir, Borgabraut 1, lífeindafræðingur (J-lista)
2. Már Ólafsson, Lækjartúni 5, sjómaður (H-lista)
3. Valdemar Guðmundsson, Austurtún 18, lögreglumaður (J-lista)
4. Jón Gísli Jónsson, Kópnesbraut 21, verkamaður (J-lista)
5. Daði Guðjónsson, Vitabraut 3, sjómaður (H-lista)

Varamenn í hreppsnefnd eru:

1. Ásta Þórisdóttir, Bræðraborg, kennari (J-lista)
2. Jón Stefánsson, Broddanesi, bóndi (H-lista)
3. Ingibjörg Emilsdóttir, Borgabraut 19, kennari (J-lista)
4. Bryndís Sveinsdóttir, Lækjartún 19, skrifstofumaður (J-lista)
5. Eysteinn Gunnarsson, Lækjartúni 2, rafveituvirki (H-lista)