11/10/2024

Á döfinni í janúar: Mugison, þorrablót, félagsvist og fleira

aramot

Á eftir fjörugum desembermánuði kemur janúar að venju. Í trausti þess að nóg verði um að vera í þeim ágæta mánuði er ætlunin að setja hér á strandir.saudfjarsetur.is upp yfirlit um helstu viðburði, opna fundi, sýningar, íþróttamót, námskeið og fleira slíkt sem á döfinni er, rétt eins og í desember síðastliðnum. Viðburðir koma hér að neðan í öfugri tímaröð. Þeir sem standa fyrir viðburðum eru hvattir til að senda upplýsingar sem fyrst þannig að hægt sé að bæta þeim á yfirlitið. Þorrablót og spilakvöld eru t.d komin þarna á meðal viðburða í janúar. Ekki eru settar inn regluleg æfinga- eða vinnukvöld, s.s. leikfélaga og kóra, og ekki heldur íþróttaæfingar sem verulegt framboð er af yfir veturinn á Hólmavík og má nálgast þá dagskrá á Facebook-síðum félaganna.

Viðburðir:

31. janúar, laugardagur
Þorrablót á Hólmavík.
Þorrablótsnefndin stendur fyrir árlegu þorrablóti á Hólmavík, skemmtun, þorramatur og dansleikur. Félagsheimilið Hólmavík.

Þorrablót á Drangsnesi. Árlegt þorrablót á Drangnesi, skemmtun, þorramatur og dansleikur. Samkomuhúsið Baldur, Drangsnesi.

26. janúar, mánudagur
Aðalfundur Skíðafélags Strandamanna verður haldinn mánudaginn 26. janúar og hefst kl. 20 í kaffistofu Hólmadrangs. Venjuleg aðalfundar störf. Kaffistofa Hólmadrangs, Hólmavík.

21. janúar, miðvikudagur
Stefnumótunarfundur um Sóknaráætlun Vestfjarða. Fjórðungssamband Vestfjarða vinnur nú að gerð stefnumótunar fyrir árin 2015-2019 í ákveðnum málaflokkum í tengslum við gerð Sóknaráætlunar. Boðað er til opins fundar á Hólmavík miðvikudaginn 21. janúar kl. 15:00 af því tilefni og allir sem vilja hafa áhrif á stefnu og forgangsröðun verkefna eru hvattir til að mæta. Félagsheimilið Hólmavík.

17. janúar, laugardagur
Þorrablót Átthagafélags Strandamanna.
Átthagafélags Strandamanna í Reykjavík heldur þorrablót í Vodafonehöllinni í Reykjavík. Vodafone höllin í Reykjavík.

14. janúar, miðvikudagur
Íþróttahátíð Grunnskólans á Hólmavík.
Íþróttahátíð í Íþróttamiðstöðinni, á vegum Grunnskólans á Hólmavík, hefst kl. 17:00. Íþróttamiðstöðin Hólmavík.

13. janúar, þriðjudagur
FRESTAÐ: Stefnumótunarfundur um Sóknaráætlun Vestfjarða.
Fjórðungssamband Vestfjarða vinnur nú að gerð stefnumótunar fyrir árin 2015-2019 í ákveðnum málaflokkum í tengslum við gerð Sóknaráætlunar. Boðað er til opinna funda á Patreksfirði, Hólmavík og Ísafirði af því tilefni og allir sem vilja hafa áhrif á stefnu og forgangsröðun verkefna eru hvattir til að mæta. Félagsheimilið Hólmavík.

Æfing hjá Kvennakórnum Norðurljós. Fyrsta æfing hjá Kvennakórnum Norðurljós á nýja árinu. Æft er á þriðjudögum kl. 19:00-21:00. Nýir kórfélagar ávallt velkomnir, mætið á æfinguna eða hafið samband við Sigríði Óladóttir kórstjóra. Hólmavíkurkirkja.

10. janúar, laugardagur
Mugison á Mölinni.
Fyrsta Möl ársins 2015 fer fram laugardagskvöldið 10. janúar og er fólk hvatt til að taka kvöldið frá því það vill enginn missa af Mugison. Malarhorn á Drangsnesi.

7. janúar, miðvikudagur
Undirbúningsfundur fyrir leikrit. Leikfélag Hólmavíkur ætlar að setja upp leikritið „Sweeney Todd, morðóði rakarinn við Hafnargötuna“ í þýðingu Davíðs Þórs Jónssonar. Eyvindur Karlsson hefur verið ráðinn leikstjóri. Fyrsti fundur með leikstjóra er miðvikudag 7. janúar kl. 17 í Félagsheimilinu. Óskað eftir áhugasömu fólki, bæði til að leika, sjá um leikmynd, ljós og búninga og allt hitt sem svona uppfærslu fylgir. Félagsheimilið Hólmavík.

4. janúar, sunnudagur
Bridgekvöld á Hólmavík.
Spilakvöld hjá Bridgefélagi Hólmavíkur, hefst kl. 19:30. Allir velkomnir. Björgunarsveitarhúsið á Hólmavík (Höfðagata 9).

3. janúar, laugardagur
Félagsvist í Sævangi.
Sauðfjársetur á Ströndum stendur fyrir félagsvist í Sævangi og hefst spilavistin kl. 20:00. Aðgangur 1.200.- fyrir 13 ára og eldri og 600.- fyrir yngri, veitingar innifaldar. Sauðfjársetrið í Sævangi við Steingrímsfjörð.

1. janúar, fimmtudagur
Nýársdagur.
Nýársdagur um land allt og líka á Ströndum. Um að gera að slappa af í faðmi fjölskyldunnar. Strandir.