Um næstu helgi verður haldinn árlegur haustfagnaður Félags sauðfjárbænda í Dalasýslu (FSD) og er dagskráin nú orðin aðgengileg á vefnum www.dalir.is. Margt er til skemmtunar á þessari hátíð eins og sjá má hér að neðan, m.a. lambhrútasýningar og opin fjárhús, harmonikkutónlist og hagyrðingar, sviðaveisla, hrútamót í fótbolta, Íslandsmeistaramót í rúningi, vélasýning, prjónasamkeppni, grillveisla og dansleikur.
Föstudagurinn 22. október
| 14:30 | Stórholt í Saurbæ |
| Lambhrútasýning norðan girðingar | |
| Opin fjárhús | |
|
19:30 |
Dalabúð í Búðardal |
| Sviðaveisla | |
| Ungir harmonikkuleikarar | |
| Hagyrðingar | |
| Harmonikkuball með Geirmundi |
Laugardagurinn 23. október
| 10:00 | Stóra-Vatnshorn í Haukadal |
| Lambhrútasýning sunnan girðingar | |
| Opin fjárhús | |
| Heimalingar | |
|
10:00 |
Laugar í Sælingsdal |
| Opna hrútamótið í knattspyrnu | |
|
13:00 |
Reiðhöllin í Búðardal |
| Íslandsmeistaramótið í rúningi | |
| Vélasýning | |
| Markaður | |
| Prjónasamkeppni | |
| Heimalingar | |
| Barnadagskrá | |
|
18:30 |
Dalabúð í Búðardal |
| Grillveisla | |
| Verðlaunaafhendingar | |
| Myndasýningar
|
|
| 00:00 | Dansleikur með Hvanndalsbræðrum |