22/12/2024

Bryggjuhátíð, kaffihlaðborð og sagnakvöld

Á kvöldvöku á BryggjuhátíðBryggjuhátíð á Drangsnesi er í dag og mikið um dýrðir og fjölbreytt dagskrá í allan dag. Veðurguðirnir spila á ballinu í kvöld og eru greinilega í góðu skapi, því dagurinn heilsar með blíðskaparveðri. Má því búast við fjölmenni á Drangsnesi í dag og reyndar var mikill fjöldi mættur á staðinn í gær. Í kvöld er einnig sagnadagskráin Álfar og tröll og ósköpin öll á Galdraloftinu kl. 21:00 og á morgun er kaffihlaðborð á Hótel Djúpavík sem hefst kl. 14:30. Vefurinn strandir.saudfjarsetur.is hvetur heimamenn til að taka virkan þátt í menningarlífinu og skemmta sér vel um helgina.