Categories
Frétt

Náms- og starfsráðgjafi á Hólmavík

Í dag og að viku liðinni, miðvikudagana 31. janúar og 7. febrúar, verður staddur á Hólmavík náms- og starfsráðgjafi á vegum Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða. Hann býður upp á einstaklingsviðtöl þar sem hann kynnir fyrir fólki möguleika á náms- og starfstækifærum. Náms- og starfsráðgjafinn tekur á móti fólki á skrifstofu Strandabyggðar frá kl. 13.00-16.00. Þeir sem áhuga hafa á að skoða ýmis náms- og starfstækifæri eru hvattir til að koma og ræða málin.