12/12/2024

79 sveitarfélög í landinu

Eftir sameiningar sveitarfélaga á síðustu árum eru nú 79 sveitarfélög í landinu, þar af eru 4 á Ströndum og alls eru þau 10 á Vestfjörðum. Nýlega var gefið út nýtt kort af sveitarfélagamörkum og birt á vef Félagsmálaráðuneytisins. Fréttaritari strandir.saudfjarsetur.is var á dögunum að velta fyrir sér nöfnum sveitarfélaganna og komst þá að því að á Íslandi eru 32 hreppar, 13 bæir, 11 byggðir, 6 kaupstaðir, 4 þing, 4 sveitir, 1 hérað og 1 borg. Loks byrja 7 nöfn sveitarfélaga á orðinu Sveitarfélagið.