26/12/2024

112 dagurinn á laugardaginn

112 dagurinn var haldinn á laugardaginn, en honum er ætlað að minna á neyðarsímanúmerið 112 sem allir þurfa að kunna. Í tilefni dagsins var opið hús hjá Björgunarsveitinni Dagrenningu á Hólmavík og kíktu áhugasamir við í kaffi og vöfflur, skoðuðu búnað sveitarinnar og myndir úr starfinu. Fréttaritari strandir.saudfjarsetur.is  staldraði við, en finna má fleiri myndir á vef björgunarsveitarmannsins, áhugaljósmyndarans og vöfflubakarans Ingimundar Pálssonar undir þessum tengli.   

Úlfar Hjartarson

frettamyndir/2012/640-112dagur2.jpg

frettamyndir/2012/640-112dagur4.jpg

112 dagurinn á Hólmavík – ljósm. Dagrún Ósk Jónsdóttir