10/12/2024

Ylfa Lind úr leik í Idol

Idol-keppni kvöldsins var bæði jöfn og spennandi, enda stóðu keppendur sig ljómandi vel í að syngja með Stórsveit Reykjavíkur sem spilaði undir að þessu sinni. Það var Ylfa Lind Gylfadóttir sem féll úr keppni að þessu sinni. Það eru þá Heiða Ólafs, Davíð Smári Harðarson, Hildur Vala Einarsdóttir og Lísebet Hauksdóttir sem etja kappi næsta föstudag.