05/05/2024

Flugstöð og prestsetur til sölu

Í fjárlagafrumvarpi því sem nýverið var lagt fram á Alþingi kemur fram að fjármálaráðherra er gefin heimild til að selja nokkrar flugafgreiðslur. Á meðal þeirra er flugafgreiðslan á Hólmavík, en einnig fær ráðuneytið heimild til að selja afgreiðslurnar á Patreksfirði, Kirkjubæjarklaustri, Breiðdalsvík, Norðfirði og Kópaskeri. Ráðuneytið fær einnig heimild til að selja eftirtaldin fyrrverandi prestsetur á Ströndum í frumvarpinu: Kollafjarðarnes, Árnes og Prestbakka.

Flugstöðin á Hólmavík