11/09/2024

Bilunin var í stöð í Litla-Fjarðarhorni

Eva Magnúsdóttir fjölmiðlafulltrúi Símans hf, svarar því til að þegar símabilunin kom upp í Bitrufirði s.l. laugardag þá hafi orðið bilun í símstöðinni í Litla-Fjarðarhorni í Kollafirði þá um morguninn. Hún segir að viðgerðarmaður af svæðinu hafi farið strax á staðinn og gert tilraun til að koma stöðinni í lag en án árangurs. Um hádegisbilið lagði viðgerðarmaður af stað úr Reykjavík með varahluti sem þurfti að skipta um til að koma símstöðinni í lag. Alvarlegt slys átti sér stað í smalamennsku  í botni Bitrufjarðar meðan starfsemi símstöðvarinnar lá niðri, en stöðin þjónar 32 símnotendum. Eva segir að NMT samband hafi verið til staðar á svæðinu.

GSM kerfi Símans hf er nánast útilokað að nota á löngum kafla milli Steingrímsfjarðar og Hrútafjarðar og yfirleitt alls ekki, en þannig er ástand símamála yfirleitt á Ströndum.