12/09/2024

Vond veðurspá

Veðurspá fyrir næstu daga er frekar leiðinleg og von á hvassviðri á Ströndum. Í veðurspá ríkissjónvarpsins í kvöld var spáð hvassri norðaustan átt seinnipartinn á morgun og annað kvöld og sagt að vindhraði í hviðum gæti farið í 40 m/s. Því er vissara fyrir Strandamenn að huga að ýmsu lauslegu úti við sem gæti fokið. Spáin fyrir næsta sólarhringinn á Ströndum og Norðurlandi vestra á vef Veðurstofunnar er eftirfarandi: Norðan 10-15 m/s og él, en norðaustan 15-23 á morgun og slydda eða snjókoma, hvassast á Ströndum. Hiti um frostmark.