11/10/2024

Aðventustund í Hólmavíkurkirkju

Aðventustund verður í Hólmavíkurkirkju sunnudaginn 5. desember. Á dagskrá eru meðal annars kórsöngur, jólasaga og almennur söngur, auk þess sem barnakórinn kemur fram. Allir eru velkomnir á aðventustundina sem hefst kl. 16:00. Ásdís Jónsdóttir tók meðfylgjandi mynd af Hólmavíkurkirkju með friðarbogann í baksýn.