22/12/2024

Viltu syngja?


Kvennakórinn Norðurljós sem starfar á Hólmavík og nágrannasveitum er að hefja vetrarstarfið og spyr í fréttatilkynningu: Viltu syngja? Þeir sem hafa gaman af tónlist og góðum félagsskap eru eindregið hvattir til að ganga í Kvennakórinn Norðurljós. Engin inntökupróf eru í gangi og óhætt fyrir óvana og hrædda að prófa að vera með. Fyrsta æfing eða samvera vetrarins verður í kvöld, þriðjudaginn 25. september kl. 19.30 í Hólmavíkurkirkju. Rædd verða verkefni vetrarins og fleira.