23/04/2024

Aukning í gestakomum

Nokkur tekjuaukning hefur verið af aðgöngumiðasölu á Galdrasýningu á Ströndum í sumar en samkvæmt bráðabirgðauppgjöri er tekjuaukning á sýningunni á Hólmavík samtals 15,78% á tímabilinu maí-ágúst. Þegar teknar eru með tekjur af aðgöngumiðasölu að Kotbýli kuklarans í Bjarnarfirði, þá er tekjuaukning á milli ára á sama tímabili samtals 39,20%, sem verður að teljast dágóður árangur. Kotbýli kuklarans í Bjarnarfirði, annar áfangi Galdrasýningar á Ströndum opnaði seint í júlí.

Aðgöngumiðaverð á Galdrasýningu á Ströndum er 500 kr. og gefinn er afsláttur þegar báðar sýningarnar, á Hólmavík og Bjarnarfirði eru heimsóttar. Galdrasýningin á Hólmavík er opin daglega til 15. september og það stefnir einnig í aukningu á því tímabili, ef svo heldur sem horfir. Hér að neðan má sjá töflu þar sem aukning milli mánaða á tímabilinu kemur fram.

  Tímabil Aukning %
*Maí 2005 189,33
  Júní 2005 33,51
  Júlí 2005 30,17
  Ágúst 2005 53,76
     
  Alls tekjuaukning 39,20%

*Ástæða svona mikillar aukningar í maí mánuði er mikill fjöldi heimsókn skólahópa á vordögum, en ekki hefur verið hægt að hafa sýninguna jafnmikið opna á þessum tíma fyrr. Það er greinilega ástæða til að leggja áherslu á vorverkin í ferðaþjónustu á Ströndum ekki síður en haustin.