10/12/2024

Vika í frumsýningu á Jörundi

Nú er einungis vika til frumsýningar á uppsetningu Leikfélags Hólmavíkur á leikritinu Þið munið hann Jörund, eftir hið ástsæla leikskáld Jónas Árnason. Æfingar hafa staðið yfir síðan snemma í febrúar og það er Skúli Gautason, húsbóndi á Víðidalsá, sem leikstýrir verkinu. Fréttaritari strandir.saudfjarsetur.is kíkti í Félagsheimilið á Hólmavík í gær til að berja verkið augum og smellti hann einnig af nokkrum myndum í leiðinni. Óhætt er að fullyrða að þarna sé á ferðinni mjög metnaðarfull uppfærsla og afar líklegt að aðsókn á leikritið verði mjög góð, en samkvæmt sýningaráætlun verður það sýnt sex sinnum á Hólmavík. Minna verður um leikferðir að þessu sinni en venjulega.

Sýningarplanið lítur svona út:

Frumsýning 24. mars í Félagsheimilinu á Hólmavík kl. 20:30
2. sýning 25. mars í Félagsheimilinu á Hólmavík kl. 15.00
3. sýning 6. apríl í Víkurbæ Bolungarvík kl. 20:00
4. sýning 8. apríl í Félagsheimilinu Hólmavík kl. 20:30
5. sýning 21. apríl í Félagsheimilinu Hólmavík kl. 20:30
6. sýning 22. apríl í Félagsheimilinu Hólmavík kl. 20:30
7. sýning 28. apríl í Félagsheimilinu Hólmavík kl. 20:30

580-jorund8 580-jorund7 580-jorund6 580-jorund5 580-jorund4 580-jorund1 580-jorund2 580-jorund3

Ljósm. Arnar S. Jónsson.