16/04/2024

Viðamiklum framkvæmdum við bryggjuna á Hólmavík að ljúka


Nú er að ljúka viðamiklum framkvæmdum við bryggjuna á Hólmavík sem hófust síðastliðið haust. Hólmavíkurhöfn bauð þá út verkefni sem snérist um að reka niður stálþil í kringum bryggjuhausinn og ganga frá því. Alls var stálþilið 123 metra breitt og var rekið niður í kringum bryggjuhausinn dálítið frá bryggjunni, þannig að hún breikkaði nokkuð við framkvæmdina. Bætir það aðstöðu við löndun umtalsvert. Í vor var síðan boðinn út síðari hlutinn af þessu verkefni sem fólst í því að steypa þekju og leggja lagnir á bryggjuhausinn. Því verkefni er að ljúka núna. Samhliða hefur verið fært mastur og hús á bryggjunni og sett upp lýsing, auk þess sem krani var færður.  

0

null

frettamyndir/2012/645-brygg9.jpg

frettamyndir/2012/645-brygg7.jpg

frettamyndir/2012/645-brygg4.jpg

frettamyndir/2012/645-brygg3.jpg

frettamyndir/2012/645-brygg10.jpg

Hólmavíkurhöfn – ljósm. Jón Jónsson