23/12/2024

Verkefni í Hrútafirði boðið út

Vegagerðin hefur nú boðið út verkefni í vegagerð í Hrútafirði – endurlögn Djúpvegar á 9,5 km kafla, frá Kjörseyri að Prestbakka. Tilboðsfrestur rennur út kl. 14:00 þriðjudaginn 11. október, en verkefninu sjálfu á að vera lokið fyrir 15. ágúst 2006. Þetta kemur fram í Framkvæmdafréttum Vegagerðarinnar. Á þessari leið sem nú er boðin út er einbreitt bundið slitlag og er ekki ofmælt að það er löngu tímabært að taka slíka vegi í Hrútafirði og Bitrufirði til lagfæringar. Vegurinn í norðanverðri Bitru er til að mynda stórvarasamur í bleytu og hálku, einkum úr botni fjarðarins út að Krossá þar sem einbreiða slitlagið er orðið mjög öldótt og skemmt.