14/10/2024

Góð frammistaða á Andrési

Nú er lokadagurinn á Andrésar andar leikunum á Akureyri. Þangað fóru 18 keppendur frá Skíðafélagi Strandamanna þar af var einn frá Drangsnesi og er það í fyrsta skipti sem keppandi kemur þaðan. Sextán kepptu í göngu og tveir keppendur voru í svigi og voru það börn Jóns Ólafssonar frá Sandnesi. Á fimmtudag var keppt í göngu með hefðbundinni aðferð í  blíðuveðri og komust 3 keppendur á pall. Branddís Ösp Ragnarsdóttir varð í 2. sæti í sínum flokki, Ólafur Orri Másson í 3. sæti og Númi Leó Rósmundsson í 4. sæti. Í gær var svo keppt með frjálsri aðferð og lentu þessir sömu keppendur í sömu sætum og að auki varð Kolbrún Ýr Karlsdóttir í 3. sæti. Þá var leiðindaveður, stormur og rigning.

Strandamenn á Andrésar Andarleikunum – ljósm. Ingimundur Pálsson