09/09/2024

Óhöpp í hálkunni

Hálka er á vegum á Ströndum og vissara að vera á vel útbúnum bílum og fara varlega. Í hálkunni í gær valt bíll við Einbúaklif utan við Hólmavík, upp fyrir veginn sem betur fer. Þrennt var í bílnum og voru allir fluttir á heilsugæslustöðina á Hólmavík til skoðunar. Enginn var alvarlega slasaður, en bílinn er mikið skemmdur. Einnig lenti bifreið á brúarstólpanum á brúnni yfir Broddadalsá í Kollafirði og skemmdist mikið. Ekki varð slys. Brúin yfir Broddadalsá er einbreið, eins og 12 aðrar brýr á vegi 68, frá Staðarskála að Hrófá í Steingrímsfirði.