27/02/2024

Vegagerð í botni Steingrímsfjarðar boðin út

Ný brú yfir Staðará
Vegagerðin hefur óskað eftir tilboðum í endur- og nýlögn Strandavegar (nr. 643) frá Djúpvegi að Geirmundarstaðavegi í botni Steingrímsfjarðar. Lengd Strandavegar á útboðskaflanum er 2,8 km, en vinna hefur staðið yfir síðustu mánuði við gerð nýrrar tvíbreiðrar brúar yfir Staðará. Aðrir vegir sem tilheyra útboðinu eru 0,4 km langir. Skila skal tilboðum fyrir kl. 14:00 þriðjudaginn 19. júní og verða þau opnuð sama dag. Verkinu skal að fullu lokið 15. nóvember 2013. Að lokinni þessari vegagerð verður loksins komin vegur með bundnu slitlagi milli þéttbýlisstaðanna Hólmavíkur og Drangsnes við Steingrímsfjörð. Ein einbreið brú verður þá eftir á leiðinni, brúin yfir Selá.  

Helstu magntölur eru eftirfarandi:

Fylling og fláafleygar 94.750 rúmmetrar
Rof- og slettuvarnir 9.800 rúmmetrar
Skeringar í vegstæði 63.800 rúmmetrar
– þar af bergskeringar 16.900 rúmmetrar
Bergskeringar í námum 12.700 rúmmetrar
Neðra burðarlag 11.600 rúmmetrar
Efra burðarlag 4.700 rúmmetrar
Tvöföld klæðning 21.000 fermetrar

Útboðsgögn verða seld hjá Vegagerðinni í Borgarnesi og Reykjavík frá og með deginum í dag, en verð þeirra er kr. 4.400.- Framkvæmdin er að öllu leyti innan sveitarfélagsins Strandabyggðar.