23/04/2024

Tveir styrkir úr sérsjóði Héraðssambands Strandamanna

Nýverið úthlutaði stjórn Héraðssambands Strandamanna (HSS) styrkjum úr sérsjóði sambandsins, en í hann fer 10% af tekjum af lottóinu. Forgangsverkefni sjóðsins er að styðja við endurbætur og uppbyggingu á íþróttaaðstöðu á starfssvæði sambandsins og önnur verkefni svo sem þjálfun, ferðakostað á mót, nýjungar í starfi og fleira. Tvær umsóknir bárust og fengu báðir aðilarnir 250.000.- í styrk. Annars vegar var þar um að ræða Skíðafélag Strandamanna sem sótti um styrk vegna framkvæmda í Selárdal og hins vegar sótti Umf. Neisti um styrk til að reisa geymsluhúsnæði við nýjan sparkvöll á Drangsnesi.

HSS óskar styrkþegunum til hamingju og hvetur félögin til dáða við uppbygginguna. Frá þessu var sagt á vef HSS – www.123.is/hss.