29/04/2024

Segir hljóðið í fólki fremur neikvætt

Í viðtali hjá Svæðisútvarpi Vestfjarða í gær sagði Ásdís Leifsdóttir, sveitarstjóri Hólmavíkurhrepps, að mikið þurfi að gera í samgöngumálum til að tillagan að sameining fjögurra nyrstu sveitarfélaganna á Ströndum verði fýsilegur kostur. Henni finnst hljóðið í fólki vera fremur neikvætt gagnvart því að sameinast og sagði það koma sér á óvart, ef sameining yrði samþykkt í Hólmavíkurhreppi. Hún vonast til að fólk kynni sér málin, mæti á fundina og taki til máls. Fundur verður í félagsheimilinu Árnesi í Trékyllisvík í kvöld þar sem íbúarnir ræða sameiningarmálin. Umræða um sameiningarmálin hefur einnig verið á Strandamannaspjallinu hér á strandir.saudfjarsetur.is.