05/10/2024

Litlu jólin í Drangsnesskóla

Litlu jólin voru haldin í Drangsnesskóla þann 19. desember og eins og alltaf á Litlu jólum voru lesnar jólasögur, sungið og skipst á jólakortum. Jólasveinarnir Stekkjarstaur og Skyrgámur létu sig ekki vanta og mættu á staðinn með "hreindýrið" sitt, hann Púka. Gengu þeir félagar kringum jólatréð með krökkunum og færðu þeim jólapakka sem þeir höfðu meðferðis í poka. Ekki var Púki duglegur við sönginn en honum fannst
bara gaman að fá að ganga kringum jólatréð með krökkunum. 

1

bottom

frettamyndir/2008/480-litlujol-drangs6.jpg

frettamyndir/2008/320-litlujol-drangs1.jpg

frettamyndir/2008/480-litlujol-drangs5.jpg

frettamyndir/2008/480-litlujol-drangs4.jpg

frettamyndir/2008/480-litlujol-drangs3.jpg

Skyrgámur, Stekkjarstaur, Púki og börnin í skólanum á Drangsnesi – ljósm. Jenný Jensdóttir