22/12/2024

Vegabætur milli Þorpa og Heydalsár

Í gær og í dag hefur verið unnið við að keyra efni í veginn milli Þorpa og Heydalsár í Steingrímsfirði, en á milli bundins slitlags sitt hvoru megin við bæina er tæplega fimm kílómetra malarkafli. Efnið er fengið úr námu á melunum fram með Miðdalsá, en þar var malað efni fyrir Vegagerðina og Flugstoðir í haust. Það varð tilefni nokkurra heilabrota í sumar þegar Vegagerðin malbikaði nokkra metra beggja vegna við brýrnar á malarveginum í Kollafirði að brúin yfir Heydalsá væri ekki tekin með við það þarfa verk. Við hana myndast gjarnan miklar og djúpar holur. Komust menn helst að þeirri niðurstöðu að ástæðan væri sú að árið 2010 er fyrirhugað að lagfæra þennan vegarkafla og brúin heyrir þá væntanlega sögunni til.

bottom

vegamal/580-yfirkeyrsla2.jpg

Á óræðum stöðum milli Þorpa og Heydalsár – ljósm. Jón Jónsson