14/09/2024

Uppskeruhátíð og hvatningarverðlaun

Um næstu helgi, laugardaginn 15. október, ætlar ferðaþjónustan á Vestfjörðum að gera sér glaðan dag og halda uppskeruhátíð. Það eru allir sem starfa í ferðaþjónustu eða hafa áhuga á greininni velkomnir að taka þátt í húllumhæinu. Ferðaþjónustufyrirtæki eru hvött til að bjóða starfsfólki sínu með á hátíðina, því eins og við öll vitum þá er fátt mikilvægara en að fólk sem starfar í greininni þekkir til hvors annars á því víðfeðmna svæði sem Vestfirðir eru. Uppskeruhátíðin mun fara fram í Dýrafirði að þessu sinni og ljúka með mikilli veislu á Hótel Núpi um kvöldið þar sem einnig er gert ráð fyrir að fólk gisti. Skráning fer fram hjá Vesturferðum á netfanginu siggi@vesturferdir.is eða í síma 856-1777.

Í tengslum við uppskeruhátíðina hefur verið ákveðið að veita árlega sérstök hvatningarverðlaun til einstaklings eða fyrirtækis í geininni sem starfar í fjórðungnum og álitið að skarað hafi fram úr á árinu 2011 varðandi nýsköpun, þjónustu eða umhverfisstefnu. Óskað verður eftir tilnefningum frá greininni sjálfri. Í tilnefningunni þarf að koma fram nafn sendanda, hver er tilnefndur og litlum rökstuðningi sem þarf að fylla minnst tvær til þrjár setningar. Tilnefningarnar skal senda á netfang Ferðamálasamtaka Vestfjarða, vestfirdir@gmail.com merkt "Tilnefning".

Dagskráin er eftirfarandi:

Mæting að Núpi kl. 12:00 – 14:00
Ferð með rútu um hinn dýrðlega Dýrafjörð
14:30 Í Haukadal verður leiðsögn um söguslóðir Gísla sögu Súrssonar. Þórir Örn Guðmundsson
15:00 Samkomuhúsinu á Gíslastöðum. Þrjú sýnishorn úr staðbundnum leikritum Kómedíuleikhússin.
16:00 Heimsókn á Þingeyri. Skoðað verður:
Víkingaþorpið
Gistiheimilið Við Fjörðinn
Hótel Sandafell
Vélsmiðjan
Víkingaskipið Vésteinn
Simbakaffi (belgískar vöfflur)
18:00 Ekið að Hótel Núpi
20:00 Kvöldverður (Smellið hér til að sjá matseðilinn)
Tilkynnt um hvatningarverðlaun FMSV 2011
Pub Quis undir handleiðslu Sigga Atla

Fordrykkur og vín með matnum er í boði Vífilfells.
Hljómsveitin X-press undir handleiðslu Benna Sig, spilar fyrir dansi fram á rauðanótt.

Verð fyrir allan pakkan ásamt gistingu og morgunverði er kr. 13.900 pr. mann í tveggja manna herbergi.
Fyrir einn í herbergi er 3.500 kr. aukagjald.

Skráningu skal lokið FYRIR fimmtudaginn 13. október. Skráning fer fram hjá Vesturferðum á netfanginu siggi@vesturferdir.is eða í síma 8561777.

www.vestfirskferdamal.is.