Fundur verður haldinn í setustofu Grunnskólans á Hólmavík í kvöld, þann 20. júní, kl. 20:00. Það er Umf. Geislinn sem stendur fyrir fundinum en hann er haldinn vegna undirbúnings fyrir keppnisferð á Smábæjarleikana á Blönduósi. Leikarnir eru fótboltamót sem er ætlað börnum á aldrinum 6-14 ára. Enn er hægt að skrá sig til leiks og allir sem hafa áhuga ættu að mæta á fundinn í kvöld.