19/09/2024

Fylling með lægsta boð

Verktakafyrirtækið Fylling á Hólmavík á lægsta boð í vegagerð í Hrútafirði. Þar er um að ræða endurlögn Djúpvegar frá Kjörseyri að Prestbakka, en nú er á þessum vegarkafla einbreitt bundið slitlag. Verkefninu á að vera lokið 15. ágúst 2006. Fylling bauð rúmar 53 milljónir í verkefnið sem er sjónarmun lægra en áætlun Vegagerðarinnar sem hljóðaði upp á 54 milljónir. Aðrir sem buðu í verkið eru KNH á Ísafirði, Klæðning í Kópavogi og Fjörður í Skagafirði.

Djúpvegur (61), Kjörseyri – Prestbakki 05-067

Tilboð opnuð 11. október 2005. Endurlögn Djúpvegar á um 9,5 km kafla í Hrútafirði frá Kjörseyri að Prestbakka.

Helstu magntölur eru:

Fylling og neðra burðarlag         34.000   m3
Efra burðarlag                                 6.500   m3
Klæðing                                         50.000   m2
Verki skal að fullu lokið fyrir 15. ágúst 2006.

Bjóðandi

Tilboð kr.

Hlutfall

Frávik þús.kr.

Fjörður ehf., Skagafirði

73.100.500

135,2

19.950

Klæðning hf., Kópavogi

70.958.800

131,2

17.808

KNH ehf., Ísafirði

68.666.600

127,0

15.516

Áætlaður verktakakostnaður

54.071.030

100,0

920

Fylling ehf., Hólmavík

53.150.850

98,3

0