27/02/2024

Stakir jakar á reki

Ísinn kvaddur - ljósm. SAEnn er nokkuð af stökum jökum á reki í Steingrímsfirði, en ísjakar í fjörum losnuðu fljótlega aftur frá landi, eftir að norðaustanáttin gekk niður. Síðan hefur að mestu leyti verið logn við Steingrímsfjörðinn og jakarnir sem flestir eru litlir lóna um á meðan þeir bráðna í hitanum. Dagrún Ósk Jónsdóttir og Sylvía Bjarkadóttir fóru út með myndavélina og smelltu af þessum myndum í fjörunni við Kirkjubóli í gær. 

Myndina af þeim tók hins vegar Sigurður Atlason tíðindamaður strandir.saudfjarsetur.is sem átti leið hjá. 

Ljósm. Dagrún Ósk, Sylvía og Sigurður Atlason.