28/05/2024

Suðaustanátt og frostlaust

Veður og færðNú klukkan 11:00 er fært suður Strandir frá Drangsnesi, en hálka á vegi. Hið sama á við um Steingrímsfjarðarheiði og leiðina í Bjarnarfjörð frá Drangsnesi. Þungfært er um Langadalsströnd og ófært um Bjarnarfjarðarháls og í Árneshrepp. Gert er ráð fyrir að hlýni í veðri næsta sólarhringinn og hiti fari yfir frostmark á morgun. Veðurspáin fyrir Strandir hljóðar svo: Suðaustan 5-8 m/s og léttskýjað. Vaxandi vindur í kvöld og þykknar upp. Austan og suðaustan 15-20 m/s og snjókoma eða slydda með köflum í nótt. Minnkandi frost og hlýnar upp fyrir frostmark í fyrramálið. Heldur hægari og úrkomulítið á morgun.