04/12/2024

Vandræði með vatnið

Í dæluhúsinu við ÓsáVið eftirlit starfsmanna Hólmavíkurhrepps í morgun kom í ljós að stærri dæla vatnsveitunnar í dæluhúsinu við Ósá er biluð og er því eingöngu keyrt á annarri dælunni, þeirri minni. Verið er að kanna hvort hægt sé að gera við stærri dæluna eða hvort þurfi að tengja aðra dælu við. Búast má við vatnsleysi á Hólmavík um eða eftir hádegi í dag og er fólk beðið um að fara sparlega með vatnið.