11/09/2024

Tónleikar Harðar Torfa kl 20:30 í kvöld

Söngvaskáldið Hörður Torfason er kominn til Hólmavíkur og er þessa stundina að stilla hljóðfærið og undirbúa sig fyrir tónleika kvöldsins á Café Riis á Hólmavík sem hefjast klukkan 20:30. Hann hefur verið á tónleikaferðalagi undanfarið en hann hefur þrætt landið ótal sinnum á ferðum sínum mörg undanfarin ár. Þetta er síðasta hringferðin hans um landið að hans sögn en í framtíðinni muni hann halda áfram heimsækja ýmsa byggðarkjarna og staði með tónleika.