12/09/2024

Boðið í Sorpsamlagið

Á fundi hreppsnefndar Hólmavíkurhrepps sem haldinn er í dag verður tekið fyrir erindi frá Gámaþjónustu Vestfjarða og Sorphreinsun V.H. á Skagaströnd um hvort vilji sé til að selja Sorpsamlag Strandamanna eða taka upp samstarf um hirðu á endurvinnanlegu sorpi. Þetta kemur fram í auglýsingu um hreppsnefndarfundinn sem hangir uppi í Kaupfélagi Steingrímsfjarðar. Til að fræðast um afdrif málsins þurfa menn síðan að venju að bíða og vona að fundargerðin birtist í Fréttunum til fólksins, slá á þráðinn til hreppsskrifstofunnar eða kíkja þangað í heimsókn og líta í fundargerðarbókina.

Einnig má nefna að fram kemur á auglýsingunni um efni fundarins í Kaupfélaginu að tekið verður fyrir erindi Kristínar S. Einarsdóttur um stofnun fjarnámssetur á Hólmavík.