22/12/2024

Tímabært að sækja um sumarvinnuna

Á Sauðfjársetri á StröndumNú líður að því að út renna umsóknarfrestir í ýmis sumarstörf sem auglýst hafa verið síðustu vikur á Ströndum. Hólmavíkurhreppur hefur t.d. auglýst eftir umsjónarmanni með unglingavinnu, starfsfólki í áhaldahús, bílstjóra á ruslabíl yfir sumarmánuðina og starfskröftum í Íþróttamiðstöðina á Hólmavík. Rennur umsóknarfrestur um þessi störf út 15. apríl. Degi fyrr rennur út umsóknarfrestur hjá Menningarmálanefnd Hólmavíkurhrepps um starf framkvæmdastjóra bæjarhátíðar á Hólmavík í sumar. Þá hafa bæði Sauðfjársetur á Ströndum og Galdrasýningin auglýst eftir starfsfólki og rennur umsóknarfrestur þar út á báðum stöðum þann 20. apríl.