10/12/2024

Geisladiskur gefinn út með vorinu

Frá NorðurfirðiÍ Finnbogastaðaskóla hefur verið tónlistarþema í eina viku en Gunnar Tryggvason tónlistarmaður frá Akureyri mætti til þessa verkefnis. Nemendur Finnbogastaðaskóla og ýmsir aðrir úr Árneshreppi hafa spilað og sungið saman með þeim árangri að geisladiskur er væntanlegur með vorinu. Þessu tónlistarþema lýkur með Vorhátíð Finnbogastaðaskóla á morgun, fimmtudaginn 14.apríl í Félagsheimilinu Árnesi í Trékyllisvík kl. 21:00. Þá verður sungið og spiluð dagskrá, veitingar verða á boðstólunum og stiginn dans fram undir miðnætti. Þar stefnir í sannkallaða kaffihúsastemningu.