26/04/2024

Vel heppnuð Góugleði

Það var mikið um dýrðir á Góugleði á Hólmavík sem haldin var í gær. Hefð er fyrir því að hópur karla á svæðinu sjái um Góugleðina og sýni þar frumsamin skemmtiatriði, einskonar revíu, sem inniheldur grín og glens um náungann. Konurnar sjá hins vegar alfarið um árlegt þorrablót á Hólmavík. Strandamenn eru orðnir býsna góðu vanir, því maturinn frá Café Riis var að venju hin mesta snilld, skemmtiatriðin voru öldungis ágæt og það var mikið fjör á ballinu þar sem Stuðlabandið spilaði fyrir dansi. Mjög góð mæting var á Góugleðina. Ritstjóri strandir.saudfjarsetur.is var á staðnum með myndavél og myndaði skemmtiatriðin, en lagði að venju vélina á hilluna þegar dansinn hófst.  

0

Góa

bottom

frettamyndir/2012/640-goa7.jpg

frettamyndir/2012/640-goa6.jpg

frettamyndir/2012/640-goa5.jpg

frettamyndir/2012/640-goa3.jpg

frettamyndir/2012/640-goa2.jpg

frettamyndir/2012/640-goa1.jpg

frettamyndir/2012/640-goa16.jpg

frettamyndir/2012/640-goa14.jpg

frettamyndir/2012/640-goa13.jpg

frettamyndir/2012/640-goa12.jpg

frettamyndir/2012/640-goa11.jpg

frettamyndir/2012/640-goa9.jpg

frettamyndir/2012/640-goa8.jpg

frettamyndir/2012/640-goa22.jpg

frettamyndir/2012/640-goa21.jpg

frettamyndir/2012/640-goa19.jpg

frettamyndir/2012/640-goa18.jpg

frettamyndir/2012/640-goa17.jpg

Góugleði á Hólmavík – ljósm. Jón Jónsson