12/09/2024

Sveitarstjórn Strandabyggðar mun án ef nýta andmælarétt

Sveitarstjóri Strandabyggðar sagði í viðtali við Svæðisútvarp Vestfjarða í gær að sveitarstjórnin muni án efa nýta andmælarétt sinn og koma andmælum til menntamálaráðuneytis vegna ákvörðunar Húsafriðunarnefndar ríkisins að setja skyndifriðun á gamla barnaskólann á Hólmavík á fundi sínum þann 30. nóvember sl. Sveitarstóri segir enga ástæðu til að bakka með ákvörðunina um að rífa húsið. Málið hafi verið komið í ákveðinn farveg og það hafi verið farin lögbundin leið í ferlinu og því sjálfsagt að það haldi áfram. Tillaga að deiliskipulagi sem sveitarstjórn Strandabyggðar vildi fara af stað með gerir ráð fyrir því að húsið sé í veginum vegna lagfæringar Bröttugötu. 

Undirskriftarlistar með mótmælum yfir 70 íbúa Strandabyggðar barst sveitarstjórn vegna ákvörðunarinnar um að rífa húsið fyrir ríflega hálfum mánuði.