19/09/2024

Enn verður bið eftir útboði

Á vef Vegagerðarinnar er nú búið að tímasetja útboð á verkefnum sem fyrir liggja um land allt og bjóða á út á þessu ári, nú eftir að útboðsbanni var aflétt. Þar kemur fram að útboð á vegi um Arnkötludal og Gautsdal er ekki á dagskrá fyrr en árið 2007 og sama gildir um framkvæmdir á Drangsnesvegi. Ekki er um nánari tímasetningu að ræða á útboðum á þessum verkefnum en ártalið. Framkvæmdir í Mjóafirði í Djúpi á hins vegar að bjóða út 30. október, á Vestfjarðavegi 6. nóvember og breytingar á hringveginum í Hrútafjarðarbotni 4. desember.


Strandamenn verða því enn að bíða og sjá hvort staðið verði við fyrirheit samgönguráðherra um að vegagerð um Arnkötludal verði lokið fyrir árslok 2008.