12/09/2024

Strandabyggð fundar með fjárlaganefnd

Sveitarstjórn Strandabyggðar átti á dögunum fund með fjárlaganefnd Alþingis. Í nýjustu fundargerð sveitarstjórnar kemur fram að þar var sótt sérstaklega um fjármagn til þriggja verkefna. Þau eru í fyrsta lagi að setja niður nýtt stálþil og laga þekju á bryggjunni á Hólmavík, í öðru lagi að styrkja framtak sveitarfélaganna í Strandasýslu um hreinsun brotajárns í sýslunni og í þriðja lagi til að bæta GSM samband í Strandasýslu.