05/10/2024

Svæðisútvarp Vestfjarða lagt niður

Miklar breytingar verða á starfsemi Ríkisútvarpsins á landsbyggðinni nú
um mánaðamótin. Svæðisbundnar útsendingar leggjast af og var síðasta útsending Svæðisútvarps Vesturlands og Vestfjarða á föstudaginn. Breytingunum og niðurskurði á þjónustu Ríkisútvarpsins á landsbyggðinni hefur verið harðlega mótmælt, m.a. af nokkrum sveitarstjórnum á Vestfjörðum.