12/09/2024

Kartöfluuppsprettan ágæt

Fréttavefurinn strandir.saudfjarsetur.is komst á dögunum yfir myndir frá því í haust úr kartöflu- og rófnagarði í nágrenni Hólmavíkur, þar sem Sverrir Guðbrandsson og Sigurrós Þórðardóttir voru að sækja uppskeruna í garðinn. Eins og á sambærilegum myndum frá því í vor situr Þórður Sverrisson á nálægri þúfu og fylgist með foreldrum sínum strita. Að sögn var bæði kartöflu- og rófnauppskeran nokkuð góð þetta árið, þó hún jafnist engan veginn á við árið í fyrra sem var afbragðs góð.

Ljósm. Gunnar Logi Björnsson