11/10/2024

Ágætt veður, erfið færð og enginn mokstur

Ágætt veður er nú við Steingrímsfjörð á Ströndum, en færðin hins vegar ekki upp á marga fiska og frá áramótum eru engir vegir hreinsaðir á laugardögum. Samkvæmt vef Vegagerðarinnar er þungfært á Steingrímsfjarðarheiði, Arnkötludalur ófær og þæfingur suður Strandir frá Hólmavík. Ófært til Drangsness, í Bjarnarfjörð og Árneshrepp. Arnkötludalur er samkvæmt snjómokursreglum mokaður sex daga í viku (ekki laugardaga), en opnað er alla daga vikunnar í Búðardal. Þjóðvegur 68 suður Strandir er mokaður fimm daga í viku (ekki laugardaga og sunnudaga). Þannig er hvorug leiðin til Hólmavíkur frá hringveginum opnuð á laugardögum.