03/05/2024

strandir.saudfjarsetur.is í höfuðborginni

Fréttavefurinn strandir.saudfjarsetur.is hefur nú búið sig í betri fötin og lagt land undir fót. Er hann nú staddur eins og hann leggur sig í höfuðstaðnum. Þar er ætlunin að dvelja fram á sunnudag við að kynna dásemdir Stranda fyrir öllum þeim sem byggja höfuðborgarsvæðið og áhuga hafa. Vefurinn hefur komið sér þægilega fyrir í bás Strandamannaá stórhátíðinni Perlan Vestfirðir og mun ef allt gengur að óskum flytja fréttir úr Perlunni alla helgina af gestum og sýnendum. Perlan Vestfirðir verður opin um helgina frá 11-18 laugardag og sunnudag, en er sett með hátíðardagskrá á föstudag kl. 16.


Þangað til myndir byrja að birtast hér á vefnum er hægt að kíkja á myndablogg framkvæmdastjóra Markaðsstofu Vestfjarða sem hefur einnig beina útsendingu frá Perlunni um helgina – http://perlan.vestfirir.mblog.is/mblog/web.