12/09/2024

Allur akstur bannaður

Það hefur margsannast í gegnum árin að allur er varinn góður í umferðinni. Það á kannski ekki síst við þegar gangandi vegfarendur eru í grennd, hvort sem þeir eru af eldri eða yngri gerðinni. Á Borðeyri hefur verið gripið til þeirra ráðstafana að öll umferð um hlaðið við Grunnskólann á Borðeyri verður bönnuð á skólatíma, frá og með miðvikudeginum 18. maí. Sett hefur verið upp skilti í þessu sambandi sem segir allt sem segja þarf. Íbúar og aðrir sem kunna að eiga ferð um Borðeyri eru vinsamlegast beðnir um að virða þetta bann og gera þannig gangandi skólabörnum og öðrum gestum skólans lífið léttara.

Ljósm. – Sveinn Karlsson.