04/10/2024

Umferðaróhapp í Hrútafirði

Í gærkvöldi fór fólksbíll útaf skammt sunnan við Brú. Þar sem óhappið varð er beygja og brekka. Þetta hefur löngum verið varasamur staður og hafa orðið svipuð óhöpp þar fyrr. Ekki bætti úr skák að lausamöl er í beygjunni og er hún því sérstaklega varasöm eins og er. Fimm ungmenni voru í bílnum og sluppu þau að mestu með skrekkinn. Þar sem bíllinn fór útaf er mýri þannig að lendingin var mýkri fyrir bragðið. Bíllinn er mikið skemmdur ef ekki ónýtur.

Ljósm. Sveinn Karlsson