22/07/2024

Ágætt ferðaveður í dag

Færð og veðurBúið er að opna veginn um Steingrímsfjarðarheiði og suður Strandir frá Hólmavík í morgun og verið að moka á Drangsnes nú kl. 11:00. Snjór er á vegi á Langadalsströnd og þungfært í Bjarnarfjörð frá Drangsnesi, Bjarnarfjarðarháls er ófær. Hálka er á vegum. Veðurspáin næsta sólarhring segir: Hæg norðaustlæg átt og stöku él. Frost 2 til 10 stig. Austan og norðaustan 10-15 og él á annesjum á morgun, en hægari og úrkomulítið í innsveitum.

Rétt er að benda notendum vefjarins strandir.saudfjarsetur.is á þá breytingu að nú er hægt að smella á myndina sem fylgir með með færðarfréttum og flytjast menn þá beint á Vestfjarðakortið á vef Vegagerðarinnar um færð og veður.