17/05/2024

Hamingjan klár framundan hjá Café Riis

Hamingjan höndluð á Café RiisCafé Riis stendur í undirbúningi fyrir Hamingjudaga á Hólmavík sem hefjast á fimmtudag í næstu viku. Veitingastaðurinn hefur að sjálfsögðu ákveðið matseðil og dagskrá helgarinnar, en vel verður gert þar í mat og skemmtun um Hamingjudagana að vanda. Sérstök hamingjutilboð verða á pizzum og mikil veisluborð í bland. Einnig verður þar sýning á gömlum ljósmyndum frá Hólmavík sem Karl E. Loftsson hefur safnað saman í langan tíma og gestum Hamingjudaganna gefst færi á að njóta. Matseðill og heildardagskrá Café Riis fer hér á eftir.

Fyrsti dagur í hamingju á Café Riis
Fimmtudagur 29. júní

Mega hamingjutilboð á pizzum. 16 tommu pizzur með tveimur áleggjum á aðeins 1.050 krónur frá morgni til kvölds.

Annar dagur í hamingju á Café Riis
Föstudagur 30. júní

Pizzahlaðborð milli kl. 17:00 – 20:00
Kaffimatseðill alla Hamingjuhelgina
Vöfflur með rjóma, Dillon kaka, Flatkökur m eð hangikjöti og brauðréttir.
Annar matseðill:
Pottréttur, kjúklingasalsaréttur og að sjálfsögðu Hamingjudiskur.
Barinn opinn um kvöldið

Þriðji dagur í hamingju
Laugardagur 1. júlí
Kaffimatseðill alla Hamingjuhelgina.
Vöfflur með rjóma, Dillon kaka, Flatkökur með hangikjöti og brauðréttir.
Ljósmyndasýning á gömlum ljósmyndum úr fórum Karls E. Loftssonar frá kl. 14:00 – 17:00
Steikarhlaðborð milli kl. 18:00 – 21:00 – (ATH: Borðapantanir þurfa að berast fyrir miðvikudaginn 28. júní).
Hamingjustund (happy-hour) verður á milli klukkan 23:30 og 00:30.
Danni Gunnars og félagi leika fyrir dansi fram á rauðanótt.
Óvænt uppákoma fyrir svanga er líður tekur á nóttina.

Fjórði dagur í hamingju
Sunnudagur 2. júlí
Kaffimatseðill alla Hamingjuhelgina.
Mega hamingjutilboð á pizzum. 16 tommu pizzur með tveimur áleggjum á aðeins 1.050 krónur frá morgni til kvölds og svo auðvitað kaffimatseðillinn mikli.
Ljósmyndasýning á gömlum ljósmyndum úr fórum Karls E. Loftssonar frá kl. 14:00 – 17:00.

…og svo eru að sjálfsögðu allir knattspyrnuleikir HM sýndir beint á stórum skjá á Café Riis.