07/10/2024

strandir.saudfjarsetur.is eins árs

Rétt í þessum skrifuðu orðum átti fréttavefurinn strandir.saudfjarsetur.is eins árs afmæli. Hann var opnaður formlega þann 20. desember fyrir ári síðan og hefur frá þeim degi birt fréttir og myndir af atburðum og mannlífi á Ströndum nánast daglega. Þriggja manna ritstjórn heldur verkefninu uppi og Sögusmiðjan á Kirkjubóli stendur á bak við vefinn. Til ritstjórnarinnar senda svo fjölmargir Strandamenn og tíðindamenn víðs vegar úr heiminum alls konar texta eða fréttapunkta og stafrænar myndir sem er síðan unnið úr og birt á vefnum eftir hentugleika. Öll vinna við vefinn og ritstjórn hans er sjálfboðavinna. Ritstjórn þakkar kærlega fyrir blómavendi og koníak sem borist hefur í tilefni dagsins.