05/11/2024

Heimild til að selja flugstöðina á Hólmavík

Flugstöðin Hólmavík

Í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2016, sem lagt var fram á alþingi nýverið, eru að venju margvíslegar heimildir til fjármála- og efnahagsráðherra til að kaupa og selja tilteknar eignir ríkisins. Meðal þeirra eigna sem gefin er heimild til að selja að þessu sinni eru flugstöðvar á nokkrum stöðum á landinu, þar á meðal á Hólmavík. Heimildin er orðuð þannig að fjármálaráðherra sé heimilt að „selja eða ganga til samninga við hlutaðeigandi sveitarfélög um ráðstöfun á fyrrum flugstöðvum í Stykkishólmi, Patreksfirði, Hólmavík, Siglufirði og Norðfirði.“ Þetta er ekki í fyrsta skipti sem heimild til að selja flugstöðina á Hólmavík er í fjárlagafrumvarpi, en stöðin var tekin í notkun sem slík árið 1993.