22/12/2024

Strandapóstur smellir af

Ragna GuðmundsdóttirStrandapósturinn Jón Halldórsson frá Hrófbergi er víðförull með afbrigðum, eins og Strandapóstar hafa jafnan verið. Starfsskilyrðin hafa þó breyst mjög í áranna rás og ólíklegt verður að teljast að póstburðarmenn nútímans lendi í svaðilförum eins og margir bréfberar gerðu í fyrri tíð, enda er bifreið nútímans ólíkt skjólsælli fararskjóti í vondum veðrum en þarfasti þjónninn - hesturinn.

Jón Halldórsson hittir, eins og gefur að skilja, fjöldan allan af fólki og furðum á ferðum sínum um Strandir og hefur myndavélina jafnan með í för. Hér gefur að líta smá sýnishorn af því sem fyrir augu póstsins ber.

Ágúst Guðjónsson á Hólmavík glaður í bragði. Hluti Húsavíkurkleifar í baksýn.

Sæluhús á Þorskafjarðarheiði.

Bella á Grund, Elínborg Oddsdóttir, tekur á móti póstinum.

Rekaviðurinn blasir víða við á Ströndum.

Ragna Guðmundsdóttir á Drangsnesi. Kerlingin á Drangsnesi glottir við myndavélinni í bakgrunni.

Séð yfir Kollafjörð að Broddanesi. Tröllin í Drangavík í forgrunni.

Kyrrð og ró yfir höfninni á Hólmavík.

Ljósm. – Jón Halldórsson.